Þekkingarnet Austurlands

Námið hefst 19. sept kl. 10:00. Kennt verður mánudaga, miðvikudaga og fimmtudaga frá kl. 09:00-12:00.

Námið er einkum ætlað þeim sem eru að minnsta kosti 23 ára og hafa ekki lokið almennum bóklegum greinum.

Námsgreinar eru íslenska, stærðfræði, enska og danska en lífsleikni og upplýsingatækni eru samtvinnaðar við hinar námsgreinarnar. Þátttakendur geta sleppt einstökum fögum ef þeir hafa þegar lokið sambærilegu námi eða kjósa að vera í færri námsgreinum.

Kennt er eftir námskrá Fræðslumiðstöðvar atvinnulífsins með hliðsjón af greinanámskrám Aðalnámskrár framhaldsskóla, með sérstakri áherslu á mismunandi námsnálgun fullorðinna námsmanna og samþættingu námsþátta. Námskrá: http://frae.is/namsskrar/almennar-boklegar-greinar/  .